Man rinsing

Hvernig á að skola?

Það er mikilvægt að skola vel og vandlega til að ná sem bestum árangri. Hér er farið í helstu þætti skolunar.

 

Mikilvægast er að skola munninn þannig að flúorlausnin nái vel á milli tannanna og yfir allt yfirborð þeirra. Best er að skola í að minnsta kosti eina mínútu og spýta svo.

 

Til að ná hámarksárangri með flúorskolun á ekki að skola munninn á eftir með vatni og ekki borða næstu 1-2 klst. eftir skolun.

Gott er að nota flúorlausn t.d. milli mála og á kvöldin eftir tannburstun áður en farið er að sofa, þá nær flúorið að verka meðan sofið er.

 

Flúor er fyrirbyggjandi gegn tannskemmdum á tvo vegu:

Styrkir glerunginn þannig að hann brotnar síður niður

Núverandi tannskemmdir breiðast hægar út eða ganga til baka

New Flux
Flux Fresh

Flux Fresh

Nú hefur nýr meðlimur bæst við Flux fjölskylduna. Flux Fresh er bragðgott flúormunnskol sem er sérstaklega þróað til þess að vinna gegn andremmu.   

Nánar

Floss

Tannþráðurinn

Ekki er nóg að bursta tennurnar og skola reglulega, það þarf líka að nota tannþráð. Lestu nánar um notkun tannþráðs með því að smella á hlekkinn hér að neðan.